Mikil flugumferð við gosið

Þyrla frá Norðurflugi við gosið hefur hún verið að ferja …
Þyrla frá Norðurflugi við gosið hefur hún verið að ferja farþega á gosstað ásamnt tveimur öðrum þyrlum Árni Sæberg

Gríðarmikil flugumferð hefur verið við gosstöðvarnar í Eyjafjallajökli. Flugmenn fljúga þar lágt í sjónflugi og á eigin ábyrgð, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Flugstoða. Fluginu er ekki stýrt um svæðið, enda flugið undir þeim mörkum sem miðað er við í flugstjórn.

Hjördís sagði að flugmenn hafi fengið þjálfun til að fljúga við slíkar aðstæður. Hún sagði að Flugstoðir hafi hvatt flugmenn til að fara gætilega og sýna skynsemi. 

Boðið er upp á útsýnisflug til gosstöðvanna bæði með smærri flugvélum og þyrlum. Einnig hefur fjöldi flugmanna lagt leið sína að Eyjafjallajökli á einkaflugvélum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert