Má Dr. Gunni ekki sitja í stjórn Strætó?

Dr. Gunni var í dag kosinn í stjórn Strætó bs.
Dr. Gunni var í dag kosinn í stjórn Strætó bs. Ómar Óskarsson

Samkvæmt samþykktum byggðasamlagsins Strætó bs. verða þeir sem sitja í stjórn félagsins að vera aðalmenn sveitarstjórn eða framkvæmdastjóri viðkomandi sveitarfélags. Vafi leikur því á því hvort dr. Gunni er löglega kosinn stjórnarformaður fyrirtækisins.

Dr. Gunni var fyrr í dag kosinn í stjórn Strætó fyrir hönd Reykjavíkurborgar, en í stjórninni sitja fulltrúar frá borginni, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Seltjarnarnesi og Álftanesi. Sveitarfélögin skiptast á að fara með formennsku í stjórninni, en núna er fulltrúi Reykjavíkur formaður.

Á heimasíðu Strætó segir: „Stjórn byggðasamlagsins er skipuð einum fulltrúa og einum til vara frá hverju aðildarsveitarfélagi. Fulltrúinn skal vera aðalmaður í sveitarstjórn eða framkvæmdastjóri viðkomandi sveitarfélags.“

Dr. Gunni er varaborgarfulltrúi Besta flokksins og miðað við þetta uppfyllir hann ekki þær reglur sem gilda um stjórnarsetu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert