Sterk staða þrátt fyrir hrakspár

Þjóðaratkvæðið veitti þjóðinni styrk að sögn forseta.
Þjóðaratkvæðið veitti þjóðinni styrk að sögn forseta. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að það hafi veitt þjóðinni styrk að haldin var þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave-málið.

Hrakspár um afleiðingar þess að vísa málinu til þjóðarinnar hafi ekki ræst og þvert á móti sé staða hennar sterkari nú en hún var um áramót.

„Forsetinn á ekki að láta hræða sig frá ákvörðunum, sem hann telur réttar, þótt ýmsir reyni að setja afgerandi þrýsting á hann með hrakspám af þessu tagi,“ segir Ólafur Ragnar í ítarlegu viðtali í Morgunblaðinu í dag.

„Meðal annars var fullyrt að með synjun staðfestingar á lögunum myndi ég bera ábyrgð á gífurlegu efnahagslegu tjóni þjóðarinnar, ég myndi bera ábyrgð á því að öll tengsl okkar við alþjóðafjármálaheiminn lokuðust, ég myndi bera ábyrgð á því að Ísland yrði útskúfað og þar fram eftir götunum. Það er ánægjulegt að staða þjóðarinnar er efnahagslega sterkari í dag en hún var um síðustu áramót.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert