Efast um ráðstafanir vegna blindra og sjónskertra

Arnþór Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands.
Arnþór Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands.

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands segist engar upplýsingar hafa fundið um að ráðstafanir verði gerðar til að gera blindu eða sjónskertu fólki kleift að neyta atkvæðisréttar síns þegar kosið verður til stjórnlagaþings. Hann spyr hvað Öryrkjabandalagið og Blindrafélagið hafi aðhafst í þessum efnum.

„Í lögum um kosningar til Alþingis eru ákvæði um sérstök kjörgögn sem nýtast blindu og sjónskertu fólki, þ.e. stimpla og spjöld merkt með blindraletri. Verða slík spjöld útbúin fyrir kjördag 27. nóvember nk?“ Svo spyr Arnþór Helgason, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands 2001 til 2006, á vefsvæði sínu. Hann segist hafa fínkembt lögin um stjórnlagaþing en ekki fundið stafkrók um ráðstafanir vegna atkvæðagreiðslu blindra og sjónskertra.

Þá bendir hann á 11. gr laga um stjórnalagaþing og spyr hvað þær þýða fyrir blinda og sjónskerta:

„Kjósandi sem greiðir atkvæði á kjörfundi setur auðkennistölu frambjóðanda í ferning, einn eða fleiri, fyrir framan 1. val sitt, þar á eftir auðkennistölu þess frambjóðanda sem hann velur í 2. vali, á eftir því vali auðkennistölu þess frambjóðanda sem hann vill að næstur komi til álita o.s.frv. Í kjörklefa skal liggja listi yfir frambjóðendur og auðkennistölur þeirra.“

Vefsvæði Arnþórs

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert