Hversu rétt má kúnninn hafa fyrir sér?

Drífa Snædal í pontu á fundinum í dag.
Drífa Snædal í pontu á fundinum í dag. mbl.is/Ófeigur

„Hversu rétt má kúnninn hafa fyrir sér?“ spurði Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, á fundi Vinnueftirlitsins og velferðarráðuneytisins um kynferðisáreitni í morgun.

Vísaði hún til hinnar frægu reglu þjónustustarfa þar sem segir að viðskiptavinurinn hafi alltaf rétt fyrir sér og sagði að sú regla ætti sér að sjálfsögðu eðlileg takmörk.

Rifjaði hún upp að við innleiðingu nýrra kortaposa hér á landi, þar sem viðskiptavinir þurftu sjálfir að stinga kortinu inn, hefðu ótal margar ungar afgreiðslustúlkur þurft að þola kynferðislegar athugasemdir viðskiptavina.

Frá fundinum fyrr í dag.
Frá fundinum fyrr í dag. mbl.is/Ófeigur

Starf hótelþerna eitt það hættulegasta

Þá hefði ákveðin vitundarvakning átt sér stað í kjölfar máls Dominique Strauss-Kahn, sem sakaður var um að hafa áreitt herbergisþernu kynferðislega og sagði í kjölfarið af sér embætti framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

„Nú erum við meðvituð um að starf hótelþerna er eitt það hættulegasta í heimi.“

Umfjöllun mbl.is: Dominique Strauss-Kahn

Að lokum sagðist hún geta fullyrt að ofbeldi á vinnustöðum hefði vafalaust áhrif á launamun kynjanna.

„Mér fyndist mjög spennandi að sjá hvaða áhrif ofbeldi á vinnustað hefur á laun kvenna, framgang þeirra í starfi og stöðu þeirra á vinnumarkaði,“ sagði Drífa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert