Landspítalinn fær tæplega 4 milljörðum meira

Landspítalinn fær 3,9 milljörðum króna meira í framlög á næsta ári miðað við yfirstandandi ár samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram á Alþingi í dag. Heildarframlög til Landspítalans á næsta ári verða tæplega 59,3 milljarðar króna samkvæmt frumvarpinu.

Landspítalinn fær um 4,1 milljarð króna meira í almennan rekstur á næsta ári en hins vegar er ekki gert ráð fyrir neinum fjármunum í viðhald á fasteignum spítalans. Þar er gert ráð fyrir 723 milljónum á þessu ári. Hins vegar eru 129 milljónir króna eyrnamerktar nýframkvæmdum.

Þá verður varið rúmlega 1,5 milljörðum króna í tæki og búnað eða rúmlega hálfum milljarði meira en á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert