Skipverjarnir grunaðir um manndráp

Lögreglumenn koma með skipverja af grænlenska togaranum Polar Nanoq í …
Lögreglumenn koma með skipverja af grænlenska togaranum Polar Nanoq í Héraðsdóm Reykjaness. Eggert Jóhannesson

Úrskurður héraðsdóms um að mennirnir tveir, sem handteknir voru í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur, sæti tveggja vikna gæsluvarðhaldi er byggður á grunsemdum um manndráp. Þetta staðfesti Jón H.B Snorrason, saksóknari hjá lögreglunni í samtali við mbl.is. 

Frétt mbl.is: Rannsaka hvort Birnu hafi verið ráðinn bani

Spurður til hvaða greinar hefði verið vísað þegar óskað var eftir gæsluvarðhaldi svaraði Jón:

„Það er 211. grein almennra hegningarlaga enda erum við að rannsaka grunsemdir um það.“ 

Í 211. grein almennra hegningarlaga í 23. kafla um manndráp og líkamsmeiðingar segir að „hver, sem sviptir annan mann lífi, skal sæta fangelsi, ekki skemur en 5 ár, eða ævilangt.“

Að sögn Jóns hefur lögregla ekki kært úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald fjórða mannsins sem rennur út á mánudaginn.  

Jón H.B Snorrason, saksóknari hjá lögreglunni.
Jón H.B Snorrason, saksóknari hjá lögreglunni. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert