Mál sem þetta reynir á fjölmiðla

Valgerður Jóhannsdóttir
Valgerður Jóhannsdóttir

„Eflaust má finna einhver dæmi þess að ekki hafi allt verið kórrétt. En heilt yfir sýnist mér fjölmiðlar hafa staðið sig prýðilega í fréttaflutningi af þessu máli og um leið gert það sem þeim ber að gera.“

Þetta segir Valgerður Jóhannsdóttir, aðjunkt í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands, í Morgunblaðinu í dag, vegna fréttaflutnings af hvarfi tvítugrar stúlku, Birnu Brjánsdóttur, sem ekkert hefur spurst til í sjö sólarhringa.

Valgerður segir mál sem þetta vera afar erfitt umfjöllunar og hafa fjölmiðlar oft verið harðlega gagnrýndir fyrir fréttaflutning sinn af því, einkum á samfélagsmiðlum á netinu. „Það er hins vegar hlutverk fjölmiðla að fjalla um mál og þeir geta ekki komið sér undan því þó það sé erfitt, viðkvæmt eða snerti marga í samfélaginu. Þeir verða bara að vinna í samræmi við þau gildi sem uppi eru í blaðamennsku og viðhafa fagleg vinnubrögð,“ segir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert