Kólnar í vikunni eftir mildan þorra

Búast má við snjó um allt land í vikunni eftir …
Búast má við snjó um allt land í vikunni eftir hlýjan þorra. mbl.is/Styrmir Kári

Nýliðinn þorri er sá næsthlýjasti sem upplýsingar eru um í Reykjavík en meðalhitinn í höfuðborginni var 3,57 gráður.

Kemur þetta fram á bloggi Trausta Jónssonar veðurfræðings. Hlýjast var á þorra fyrir 52 árum en þá var meðalhitinn 4,39 gráður. Kaldast var á þorra í höfuðborginni árið 1881 en þá var meðalhitinn frost upp á 6,36 gráður.

Á topp tíu lista í Reykjavík má sjá fjóra þorra á þessari öld og þrjá á þessum áratug; 2017, 2013, 2011 og 2006. Fyrir norðan er staðan svipuð. Á Akureyri var talsvert hlýrra á þorra 1965 heldur en nú – rétt eins og í Reykjavík. 

Trausti veltir einnig framhaldinu fyrir sér og segir ekkert samband á milli hita á þorra og góu. Þessir tveir mánuðir gangi stundum saman en jafnoft verði þeim sundurorða. 

Búast má við kólnandi veðri í vikunni en spár gera ráð fyrir því að það snjói í flest­um lands­hlut­um á miðvikudag og fimmtudag og hiti verði neðan frost­marks.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert