Framkvæmdum lokið

Framkvæmdir við Kringlumýrarbraut.
Framkvæmdir við Kringlumýrarbraut. mbl.is/Árni Sæberg

Framkvæmdum á Kringlumýrarbraut lauk fjórum dögum á undan áætlun. Umferð um Kringlumýrarbraut er að mestu leyti orðin eðlileg en lítils háttar þrengingar eru á veginum þar sem unnið er að því að steypa upp vegkanta. Veitur lögðu vatnslagnir í jörðu sem leiða vatn í Vesturbæinn. Þær eiga að duga að minnsta kosti næstu 50 til 60 árin, að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna. 

Braut­in var grafin í sund­ur vegna vatns­lagn­arinnar og var annarri akreininni lokað í einu meðan á framkvæmdinni stóð.   

„Verkið gekk mjög vel. Uppgröfturinn kláraðist fjórum dögum á undan áætlun eða á föstudaginn. Fólk sýndi mikla tillitssemi og þolinmæði. Við erum mjög þakklát fyrir það,“ segir Ólöf. Verkinu átti að ljúka í dag. 

Næstu daga verða áfram minni framkvæmdir á svæðinu og þrengingar á veginum meðal annars vegna steypu á vegköntum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert