„Slagar hátt í að vera það mesta“

Efnið fannst við venjubundna leit tollvarða.
Efnið fannst við venjubundna leit tollvarða. mbl.is/Sigurður Bogi

Tveir er­lend­ir karl­menn sitja nú í gæslu­v­arðhaldi eft­ir að toll­verðir fundu falið í bíl þeirra í Nor­rænu mikið magn af am­feta­mín­vökva.

Efnið fannst þann 3. október síðastliðinn við venjubundna leit tollvarða við komu ferj­unn­ar til Seyðis­fjarðar, að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Grímur vill ekki gefa upp um hve mikið magn er að ræða en segir það með því mesta sem hefur fundist hér á landi. „Þetta slagar hátt í að vera það mesta,“ segir hann.

Mennirnir voru strax handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald daginn eftir. Sá gæsluvarðhaldsúrskurður rann út í gær og voru mennirnir leiddir aftur fyrir dómara og úrskurðaðir í 10 daga áframhaldandi gæsluvarðhald. „Þeir eru ennþá í gæslu á grunvelli rannsóknarhagsmuna,“ segir Grímur.

Hann segir málið virðast vera afmarkað og ekki líta þannig út að það tengist öðrum fíkniefnamálum sem komið hafa upp.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins í samvinnu við lögregluna á Austurlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert