Mælingar sýna ekki merki um gasmengun

Mynd/Árni Tryggvason

Handvirkar mælingar á rafleiðni og gasmengun voru gerðar í dag við Kvíá. Mælingar á rafleiðni sýndu ekki há gildi, sem bendir til þess að ekki sé um óvenjulega jarðhitavirkni undir Öræfajökli að ræða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands, en brennisteinslykt fannst við Kvíá í gærkvöldi.

Gasmælingar sýna engin merki um gasmengun, þrátt fyrir að borist hafi fregnir af því að brennisteinslykt hafi fundist á svæðinu. Vísindamenn Veðurstofunnar fara á staðinn á næstu dögum til að gera nákvæmari mælingar bæði á gasútstreymi og rafleiðni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert