Hrinan mjög óvenjuleg

Ekkert lát hefur orðið á skjálftahrinunni við Grímsey.
Ekkert lát hefur orðið á skjálftahrinunni við Grímsey.

Ekkert lát er á jarðhræringunum í grennd við Grímsey, á svonefndu Tjörnesbrotabelti. Í gær mældust þar sex skjálftar yfir þremur stigum.

Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir í samtali við Morgunblaðið að atburðarásin sé mjög óvenjuleg. Hrinan hafi staðið yfir lengi og verið mjög þétt. Hún hófst 14. febrúar síðastliðinn og hefur verið nær látlaus síðan.

„Ef ég ætti heima á Húsavík tæki ég allt brothætt niður úr hillum á meðan þetta gengur yfir,“ segir Ármann. „Á þessu svæði hefur verið beðið í meira en hundrað ár eftir stórum skjálfta,“ bætir hann við. Í umfjöllun um skjálftahrinuna í Morgunblaðinu í dag útilokar Ármann ekki að spennan sem þarna fær útrás um þessar mundir færist í aðrar sprungur á svæðinu í kjölfar þessarar miklu hrinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert