Nokkur dægursveifla í hita

Sólin er að hækka á lofti og því orðin nokkur …
Sólin er að hækka á lofti og því orðin nokkur dægursveifla í hita. Ferðamenn sjást hér bregða á leik. mbl.is/Kristinn Magnússon

Veðurstofa Íslands segir að það verði vestlægar áttir á landinu í dag með éljum á stöku stað um landið vestanvert, einkum fyrripart dags. Þurrt og bjart veður fyrir austan. Sólin er að hækka á lofti og því orðin nokkur dægursveifla í hita.

Víða er því frostlaust yfir daginn þó áfram verði næturfrost víðast hvar, mest inn til landsins, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings. 

Hægt vaxandi suðaustanátt á morgun með éljum austantil og á stöku stað sunnanlands, en annars þurrt að mestu. Síðan má búast við áframhaldandi austlægum áttum með aukinni úrkomu um landið sunnanvert, snjókomu eða slyddu til landsins, en rigningu við sjóinn.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert