Pattstaða í deilunni - fundað á fimmtudag

Ljósmæður og stuðningsfólk á Austurvelli í síðustu viku.
Ljósmæður og stuðningsfólk á Austurvelli í síðustu viku. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Næsti fundur samninganefnda Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins er boðaður á fimmtudag. Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir stöðuna í kjaradeilunni þá sömu og áður.

„Það er í rauninni ekkert að frétta,“ sagði Áslaug og bætti við að pattstaða væri í deilunni.

Síðasti fundur í kjaradeilunni var haldinn fyrir viku síðan og lauk honum án niðurstöðu. Áslaug sagði eftir þann fund að hljóðið í ljósmæðrum væri mjög þungt og margar þeirra væru búnar að missa þolinmæðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert