Rigning á landinu sunnanverðu

Veðurútlit á hádegi í dag, þriðjudag.
Veðurútlit á hádegi í dag, þriðjudag.

Austanátt, 5-10 m/s, verður víðast hvar á landinu í dag, en 10-15 m/s með suðurströndinni fram eftir morgni. Rigning verður á landinu sunnanverðu, en norðan heiða þykknar upp og fer að rigna síðdegis. Hiti verður á bilinu 9 til 16 stig.

Á morgun má búast við norðanátt, 8-13 m/s, norðvestan til á landinu, en annars hægari vindi. Milt veður og væta verður í flestum landshlutum, þótt hvergi verði mikil rigning.

Það er síðan útlit fyrir norðlæga eða breytilega átt, 3-8 m/s, á fimmtudag. Dálítil rigning gæti þá orðið norðanlands, en annars skýjað með köflum og víða skúrir síðdegis.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka