Spá stormi á höfuðborgarsvæðinu

Síðdegis er spáð suðaustanhvassviðri eða -stormi.
Síðdegis er spáð suðaustanhvassviðri eða -stormi. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Norðurlandi eystra, Breiðafirði og á miðhálendinu. Þá hefur Veðurstofan hvatt fólk til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.

Á höfuðborgarsvæðinu er spáð suðaustanhvassviðri eða -stormi frá klukkan 17.00 til 22.00 í kvöld. Suðaustan 12-23 m/s, hvassast í efri byggðum og á Kjalarnesi, en þar geta hviður farið upp í 19 m/s. Við Blikdalsgjá geta hviður farið upp í 26 m/s.

Á Suðurlandi er spáð suðaustanstormi eða -roki frá hádegi og fram á kvöld. Suðaustan 18-25 m/s, hvassast undir Eyjafjöllum með vindhviður að 45 m/s. Þá segir á vef Veðurstofu að veðrið sé varasamt ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi.

Einnig bendir Veðurstofa vegfarendum á að fara varlega á Hellisheiði og í Þrengslum. Á báðum stöðum er snjókoma eða skafrenningur með mjög takmörkuðu skyggni en auk þess er mikil hálka á vegum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert