Ók á gangandi vegfaranda og trylltist

Útköll lögreglunnar eru af margvíslegum toga.
Útköll lögreglunnar eru af margvíslegum toga. mbl/Arnþór

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var send í verslunarmiðstöð fyrir skömmu, þar sem bíl hafði verið ekið á gangandi vegfaranda. Ökumaðurinn var trylltur á vettvangi, sagður hafa ráðist á þann sem hann ók á og ásakað hann fyrir að hafa verið að þvælast fyrir.

Þetta kemur fram á Twitter-síðu lögreglunnar en tístmaraþon hófst þar klukkan fjögur í dag og stendur yfir þangað til fjögur í nótt.

Tíst er undir myllumerkinu #löggutíst, en hægt er að fylgjast með á forsíðu mbl.is, þar sem Twitter-síðunni er streymt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka