Jensína orðin elst allra á Íslandi

Jensína Andrésdóttir setti í dag Íslandsmet í langlífi, en hún …
Jensína Andrésdóttir setti í dag Íslandsmet í langlífi, en hún er 109 ára og 70 daga í dag. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Jensína Andrésdóttir náði þeim áfanga í dag að verða elst allra Íslendinga sem hafa búið hér á landi. Jensína, sem býr á Hrafnistu í Reykjavík, er 109 ára og 70 daga í dag og er vakin athygli á þessum tímamótum á Facebook-síðunni Langlífi.

Þar kemur fram að eldra metið átti Sólveig Pálsdóttir á Höfn í Hornafirði en hún var 109 ára og 69 daga þegar hún dó, haustið 2006. Fyrr á því sama ári hafði Guðfinna Einarsdóttir úr Dalasýslu orðið 109 ára og 58 daga. Fjórði íbúi landsins sem hefur náð 109 ára aldri var Guðríður Guðbrandsdóttir úr Dalasýslu en hún lifði í 33 daga fram fyrir afmælið.

Jens­ína fædd­ist í Þorskaf­irði í Reyk­hóla­hreppi í Aust­ur-Barðastrand­ar­sýslu 10. nóv­em­ber 1909 og ólst þar upp með for­eldr­um sín­um, Andrési Sigurðarsyni bónda og Guðrúnu Sigríði Jónsdóttur, og 14 systkin­um sem öll komust á legg nema eitt.

Jens­ína hélt upp á 109 ára af­mæli sitt í 10.nóvember síðastliðinn á Hrafn­istu í Reykja­vík en þar hef­ur hún dvalið í rúma tvo ára­tugi.

Önnur íslensk kona hefur að vísu lifað lengur, í 109 ár og 310 daga en hún var fædd í Vopnafirði haustið 1888 og var þriggja ára þegar hún flutti til Kanada með foreldrum sínum og systkinum. „Segja má að Jensína eigi Íslandsmetið en geti slegið Íslendingamet Guðrúnar í september,“ segir í færslunni á Facebook.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert