Fylgjast með ferðaþjónustu

RSK mun heimsækja ferðamannastaði sérstaklega.
RSK mun heimsækja ferðamannastaði sérstaklega. mbl.is/Árni Sæberg

Sérstakt eftirlit verður í sumar af hálfu vettvangseftirlits ríkisskattstjóra (RSK) með starfsemi tengdri ferðaþjónustu. Þar er með talin starfsemi erlendra ferðaþjónustuaðila á Íslandi, en að minnsta kosti tveir hópar munu á vegum embættis RSK fara í sérstakar eftirlitsferðir í öllum landsfjórðungum.

Að sögn Stefáns Skjaldarsonar, sviðsstjóra eftirlitssviðs RSK, vöktu Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök atvinnulífsins athygli á áhyggjum af þessum geira, en þó nokkur áhersla hefur verið lögð á ferðaþjónustu í eftirlitinu undanfarin ár. „Það er auðvitað mikill vöxtur í þessari grein og það þarf að fylgjast með henni eins og öðrum greinum sem einhver starfsemi er í. Við erum aftur á móti að skoða miklu fleira en ferðaþjónustuna,“ segir Stefán.

RSK ævinlega vel tekið

Nú þegar hafa starfsmenn RSK farið um Akureyri og nærsveitir, Seyðisfjörð og Jökulsárlón og fyrirhugaðar eru eftirlitsferðir um Vesturland, Vestfirði, Norðurland, Austurland og Suðurland auk Vestmannaeyja, en ferðirnar verða farnar í júní, júlí og ágúst.

Aðspurður í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir Stefán það reglu að starfsmönnum RSK sé vel tekið þegar þeir sinni eftirlitinu. Margir séu þakklátir fyrir ábendingar og upplýsingar, en ekki allir eru með hlutina á hreinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert