Taka þurfti blóðsýni með valdi

Í dagbók lögreglu segir að ökumaðurinn hafi verið ósamvinnuþýður.
Í dagbók lögreglu segir að ökumaðurinn hafi verið ósamvinnuþýður. mbl.is/Hari

Ökumaður var handtekinn í Kópavogi á fimmta tímanum í dag vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs. Hann var mjög ölvaður og reyndist einnig vera sviptur ökuréttindum ævilangt.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þar segir að ökumaðurinn hafi verið ósamvinnuþýður þannig að taka hafi þurft blóðsýni úr honum með valdi. Var hann látinn laus að sýnatöku lokinni.

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag, en 33 mál voru bókuð frá klukkan 11 til 17. Meðal annars var ekið á dreng á hjóli í Garðabæ og vinnuslys varð í Árbæ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert