Guðni og Eliza í boði hjá nýjum Japanskeisara

Forsetahjónin á leið í kvöldverðarboð Shinzo Abe forsætisráðherra Japans til …
Forsetahjónin á leið í kvöldverðarboð Shinzo Abe forsætisráðherra Japans til heiðurs Naruhito, nýkrýndum Japanskeisara. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið

Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, sitja nú kvöldverðarboð í Shinzo Abe forsætisráðherra Japans til heiðurs Naruhito, nýkrýndum Japanskeisara. Forseti mun einnig eiga fund með Abe, Tadamori Oshima, forseta fulltrúardeildar þingsins, og þingmönnum á morgun.

Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid á leið til …
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid á leið til krýningar Japanskeisara í morgun. Ljósmynd/Örnólfur Thorsson
Forseti Íslands á leið í kvöldverðarboðið.
Forseti Íslands á leið í kvöldverðarboðið. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið

Forsetahjónin áttu fyrr í dag fund með Frank-Walter Steinmeier, forseta Þýskalands, og konu hans, Elke Büdenbender, en þýsku forsetahjónin heimsóttu Ísland í sumar í boði forseta Íslands. Þá hafa Guðni og Eliza meðal annars sótt kvöldverðarboð í Tókýó í boði frú Tsuchiya Shinako, formanns vináttufélags Íslands og Japansog þar var rætt um leiðir til að efla  samskipti ríkjanna á ýmsum sviðum, m.a. í menningar- og menntamálum.

Íslensku forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid ásamt Elínu …
Íslensku forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid ásamt Elínu Flygenring, sendiherra Íslands í Japan. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið
Í kvöldverðarboðinu.
Í kvöldverðarboðinu. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið

Forseti sótti í gær kynningarviðburð á Okura hótelinu í Tókýó sem hefur nú á boðstólum í veitingahúsi sínu íslenskt lambakjöt Forseti heimsótti eldhús hótelsins og fékk að bragða á kjötinu.

Þá heimsækja forsetahjónin Tókýóháskóla á fimmtudaginn, svo eitthvað sé nefnt.

Í kvöldverðarboði til heiðurs Naruhito, nýkrýndum Japanskeisara.
Í kvöldverðarboði til heiðurs Naruhito, nýkrýndum Japanskeisara. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið
Forsetahjónin í kvöldverðarboðinu.
Forsetahjónin í kvöldverðarboðinu. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert