Opna fleiri fjöldahjálparstöðvar

Unnið er að viðgerð á Dalvíkurlínu og var fjöldahjálparstöð opnuð …
Unnið er að viðgerð á Dalvíkurlínu og var fjöldahjálparstöð opnuð þar í gær enda orðið kalt í bænum vegna rafmagnsleysis. Ljósmynd/Landsnet

Rauði krossinn undirbýr opnun fjöldahjálparstöðva á Ólafsfirði í Hornbrekku og í heilsugæslustöðinni á Siglufirði auk hvíldaraðstöðu fyrir viðbragðsaðila í Glerárkirkju á Akureyri.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Auk þess er fjöldahjálparstöð á Dalvík enn opin en um 50 manns dvöldu þar í nótt og eru þar enn.

Fjöldahjálparstöð sem opnuð var á Hvammstanga í gærkvöldi var aðeins nýtt af viðbragðsaðilum til hvíldar.

Fjöldahjálparstöðvar verða opnar eins lengi og þörf krefur en nokkuð kalt er orðið í húsum sem kynt eru með rafmagni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert