Fjöldahjálparstöð opnuð á Dalvík

Frá Dalvík.
Frá Dalvík. mbl.is

Rauði kross Íslands hefur opnað fjöldahjálparstöð í grunnskólanum á Dalvík fyrir um fimmtíu manna hóp verkamanna sem býr í bænum.

„Þeim var orðið svolítið kalt heima hjá sér,“ segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins.

Hún bætir við að aðrir bæjarbúar séu velkomnir ef þeim er líka kalt en rafmangslaust hefur verið í bænum vegna óveðursins sem hefur gengið yfir landið.

Verið er að koma upp vararafstöð í skólanum.

Þetta er eina fjöldahjálparstöðin sem Rauði krossinn starfrækir núna. Í gær voru tvær opnaðar á Kjalarnesi og Selfossi en þeim var lokað í nótt.

Fram eftir degi í dag var fjöldahjálparstöð opin á Borg í Grímsnesi en henni hefur verið lokað. Ekki hafa komið beiðnir um að opna fleiri stöðvar.

Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast að undanförnu.
Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast að undanförnu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert