Vonast til að rafmagn verði komið á Dalvík í nótt

Háspennukapallinn tengdur í varðskipið Þór.
Háspennukapallinn tengdur í varðskipið Þór. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búið er að tengja háspennukapal úr varðskipinu Þór yfir í spenni í landi á höfninni á Dalvík, en þaðan á svo að leiða rafmagnið í næstu spennistöð, en samtals verður hægt að flytja 2 megawött í land og á það að nægja til að halda bæjarfélaginu rafvæddu.

mbl.is fékk að kíkja niður í vélarrúm varðskipsins, en þar unnu meðal annars þeir Ómar Þór Júlíusson yfirvélstjóri og Einar Hansen, tæknistjóri á skipasviði, að því að koma öllu í stand áður en hleypa átti rafmagninu á spenninn.

Í mörg horn að snúast hjá starfsmönnum Landhelgisgæslunnar áður en …
Í mörg horn að snúast hjá starfsmönnum Landhelgisgæslunnar áður en prófað verður að setja rafmagn á Dalvík. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Einar Hansen yfirvélstjóri og Ómar Þór Júlíusson, tæknistjóri á skipasviði …
Einar Hansen yfirvélstjóri og Ómar Þór Júlíusson, tæknistjóri á skipasviði fara yfir málin í vélarrýminu á varðskipinu Þór. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einar segir þetta í fyrsta skiptið hér á landi sem bæjarfélag sé knúið áfram af skipi sem þessu, en vonir standa til að það verði núna síðar í nótt.

Háspennukafpallinn tengdur í land úr varðskipinu Þór.
Háspennukafpallinn tengdur í land úr varðskipinu Þór. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrr í kvöld var minni rafstöð komið upp við spennistöð í bænum og var rafmagn komið á lítinn hluta bæjarins, á að giska um 10%, um átta í kvöld.

Flosi og Eggert frá Rarik stóðu vaktina við rafstöðina sem …
Flosi og Eggert frá Rarik stóðu vaktina við rafstöðina sem búið er að tengja inn á kerfið á Dalvík, en hún keyrir upp rafmagn fyrir lítinn hluta bæjarins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert