Slökkvistarfi lauk á þriðja tímanum í nótt

mbl.is/Eggert

Slökkvilið frá fjórum stöðvum höfuðborgarsvæðisins var kallað út rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi vegna elds í iðnaðarhúsnæði í hverfi 116 rétt fyrir neðan Kjalarnes, sem telst til Reykjavíkur.

Ekki var um mikinn eld að ræða en töluvert þurfti þó að slökkva og svo reykræsta. Þá þurfti að færa mikið dót til svo hægt væri að komast að eldinum, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Ágætlega gekk að stöðva eldinn í byrjun, en það tók um tvo og hálfan tíma að klára verkið. Síðustu menn fóru af vettvangi klukkan tíu mínútur yfir tvö í nótt.

Ekki varð mikið tjón af völdum eldsins en töluvert var um reykskemmdir. Eldsupptök liggja ekki fyrir og er málið í rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert