Eldur í iðnaðarhúsnæði

mbl.is/Eggert

Allt tiltækt lið slökkviliðsins hefur verið kallað út vegna elds í iðnaðarhúsnæði í hverfi 116, rétt við Kjalarnes.

Ekki er vitað hversu mikill eldurinn er en fyrsti slökkviliðsbíllinn var að koma á vettvang.

Uppfært kl 00:45

Slökkviliðsmenn eru enn á vettvangi en hafa náð tökum á eldinum. Unnið er að því að slökkva í glóðum og reykræsta. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins var húsið mannlaust. 

Tilkynning um brunann barst rétt fyrir miðnætti og var slökkviliðið með mikinn viðbúnað. Að sögn varðstjórans liggja eldsupptök ekki fyrir. Þá er ekki hægt að segja á þessari stundu hversu mikið tjón hefur orðið. 

mbl.is