Sjö smit við landamærin

Ljósmynd/Landspítalinn/Þorkell Þorkelsson

Sjö smit greindust við landamæri Íslands í gær, mánudaginn 6. júlí. Þar af er eitt virkt og fjögur óvirk, en niðurstöðu úr mótefnamælingu er beðið í tveimur tilfellum.

Þetta kemur fram á covid.is. Ekkert innanlandssmit greindist í gær.

1.319 sýni voru tekin við landamæri Íslands í gær, 127 hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og 58 hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Alls eru 16 í einangrun með virkt smit hér á landi og 279 í sóttkví. Smitin þrjú sem greindust við landamærin í gær reyndust öll óvirk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert