Borgarbyggð sýknuð af kröfum Gunnlaugs

Borgarnes er fjölmennasta byggð Borgarbyggðar.
Borgarnes er fjölmennasta byggð Borgarbyggðar. Ljósmynd/mbl.is

Sveitarfélagið Borgarbyggð hefur verið sýknað af öllum kröfum fyrrum sveitarstjórans Gunnlaugs Auðuns Júlíussonar á hendur þess. 

Gunnlaugur stefndi sveitarfélaginu í apríl í fyrra vegna ólögmætrar uppsagnar og krafið sveitarfélagið um 36 og hálfa milljón króna auk dráttarvaxta.

Gunn­laugi var sagt upp störf­um í nóv­em­ber árið 2019. 

Gunnlaugur kvaðst eigna inni ótekið orlof, hækkun launa samkvæmt launaviðmiðum í ráðningasamningi og bætur fyrir hvernig staðið var að uppsögninni. 

Fram kemur í dóminum að ákvörðun um uppsögn hans hafi verið tekin á óformlegum fundi sveitarstjórnar og hafi hann verið kallaður á fund fjögurra fulltrúa sveitarstjórnarinnar þar sem honum var tilkynnt um uppsögnina.

Í málflutningi Gunnlaugs er bæði fundið að framkvæmd uppsagnarinnar sem og lögmæti hennar samkvæmt ráðningarsamningi. 

Ekki var fallist á málsástæður hans og var Borgarbyggð sýknað af öllum kröfum Gunnlaugs.

Hvorum aðila var gert að bera eigin kostnað af málinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert