Meta kostnað af styttingu vinnutíma

Slökkviliðsmenn að störfum.
Slökkviliðsmenn að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samband íslenskra sveitarfélaga ætlar að leggja mat á kostnað við upptöku nýs vaktafyrirkomulags og styttingu vinnutíma slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs sambandsins, segir að breytta vaktakerfið sé mjög nýtilkomið. Nefna má að það tók gildi hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um síðustu mánaðamót.

„Við munum safna gögnum og upplýsingum um framkvæmdina og greina kostnað og aðra lykilmælikvarða nýs fyrirkomulags vaktavinnunnar og styttingar vinnutíma þegar hún verður komin í fulla virkni hjá þessum hópi. Líklega getum við byrjað á því upp úr næstu áramótum,“ segir Inga Rún. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert