„Nú mega hinir frambjóðendurnir fara að passa sig“

Ásdís Rán Gunnarsdóttir var mætt í Hörpu til að skila …
Ásdís Rán Gunnarsdóttir var mætt í Hörpu til að skila inn framboði sínu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Nú byrjar ballið. Nú mega hinir frambjóðendurnir fara að passa sig," segir Ásdís Rán sem skilaði inn undirskriftalista fyrir forsetakosningar til Landskjörsstjórnar fyrir skemmstu.

Hún segir að henni hafi tekist að fá lágmarks fjölda undirskrifta í gær. Hún sé stolt og fegin að þessu sé lokið og nefnir að það sé erfiðara en margur haldi að ná lágmarki undirskrifta.

Nú ert þú að mælast með 1% fylgi. Hvernig hyggst þú nálgast almenning til að ná inn fleiri atkvæðum.

„Ég ætla bara að vera ég sjálf. Ég hef ekki verið í sviðsljósinu hingað til. Ég vil ekki taka mark á þessu eina prósenti eins og er því kannanir hafa flestar ekki leyft mér að vera með hingað til. Ég get alveg lofað því að ekki er hringt í minn markhóp í þessum könnunum.“

Hvernig forseti verður Ásdís Rán?

Ég er heiðarleg, mannleg og ég er kona fólksins. Ég kem til dyranna eins og ég er klædd og það er hægt að treysta mér," segir Ásdís Rán.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert