Þrettándi bættist við með rafrænum hætti

Yfirferð framboðanna hefst í dag og stendur yfir helgina.
Yfirferð framboðanna hefst í dag og stendur yfir helgina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls skiluðu 12 manns inn framboði til embættis forseta Íslands á fundi Landskjörstjórnar í Hörpu á milli klukkan 10-12 í dag. Þó hefur nú komið í ljós að Kári Vilmundarson Hansen skilaði einnig inn framboði rafrænt. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landskjörstjórn.

Yfirferð framboðanna hefst í dag og stendur yfir helgina. Landskjörstjórn áætlar að úrskurða um gildi framboða á fundi sínum mánudaginn 29. apríl klukkan 11 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Eftirfarandi skiluðu inn framboði til forseta: 

  • Arnar Þór Jónsson
  • Ásdís Rán Gunnarsdóttir
  • Ástþór Magnússon Wium
  • Baldur Þórhallsson
  • Eiríkur Ingi Jóhannsson
  • Halla Hrund Logadóttir
  • Halla Tómasdóttir
  • Helga Þórisdóttir
  • Jón Gnarr
  • Katrín Jakobsdóttir
  • Kári Vilmundarson Hansen
  • Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
  • Viktor Traustason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert