Gæsluvarðhald framlengt

Málið er rannskað sem manndrápsmál.
Málið er rannskað sem manndrápsmál. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson

Gæsluvarðhald og einangrun tveggja manna í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á meintu manndrápi í uppsveitum Árnessýslu þann 20. apríl hefur verið framlengt til 10. maí.

Héraðsdómur Suðurlands kvað upp þann úrskurð í dag en mennirnir hafa sætt gæsluvarðhaldi frá 21. apríl. 

Málið er rannsakað sem manndrápsmál en litháískur maður á fertugsaldri fannst látinn í sumarbústað í Kiðjabergi á Suðurlandi og sitja tveir landar hans í gæsluvarðhaldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert