„Ættir þú ekki frekar að bjóða þig fram til Alþingis?“

„Mig lang­ar að sjá þetta land blómstra og mig lang­ar að sjá hag okk­ar allra sem best­an,“ sagði Jón Gnarr, spurður um stefnu sína af ung­um fund­ar­gesti, á borgarafundi Morgunblaðsins á Ísafirði í vikunni.

Líflegur borgarafundur Morgunblaðsins og mbl.is með Jóni Gnarr á mánudag var vel sóttur og fengu fundargestir að spyrja Jón spurninga um hin ýmsu málefni.

Hann viðurkenndi, spurður um stefnu sína, að stefnumál hans gætu verið pólitískt.

„Þá myndi ég fara að spyrja sjálfan mig „ættir þú ekki frekar að bjóða þig fram til Alþingis, ef að þú vilt standa fyrir miklum samfélagsbreytingum?““ sagði Jón og hló.

Vill leiða saman ólíka hópa

Hann sagði stefnu sína felast í því að hann myndi vera afl til að leiða saman sátt á milli fólks í landinu.

„Leiða saman ólíka hópa af fólki, sem sagt úr ólíkum jöðrum samfélagsins, til þess að sundrast ekki heldur vinna saman og ná enn þá meiri og betri árangri,“ sagði Jón Gnarr.

Fleiri borg­ar­a­fund­ir eru fram und­an með efstu fram­bjóðend­um sam­kvæmt skoðana­könn­un­um Pró­sents, en 6. maí næst­kom­andi verður borg­ar­a­fund­ur með Höllu Hrund Loga­dótt­ur á Hót­el Vala­skjálf á Eg­ils­stöðum.

Þá verður borg­ar­a­fund­ur með Baldri Þór­halls­syni á Hót­el Sel­fossi á Sel­fossi þann 14. maí og með Katrínu Jak­obs­dótt­ur á Græna hatt­in­um á Ak­ur­eyri þann 20. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert