Íslenskt nýsköpunarfyrirtæki vinnur að kolefnishlutlausu Noregi

Eyrún Linnet og Íris Baldursdóttir, stofnendur Snerpa Power
Eyrún Linnet og Íris Baldursdóttir, stofnendur Snerpa Power Ljósmynd/Aðsend

Snerpa Power, íslenskt tækni- og nýsköpunarfyrirtæki, var valið til þess að vera stofnaðili að norska rannsóknarsetrinu SecurEL ásamt tæknifyrirtækjum eins og ABB og Siemens.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Snerpa Power.

„Það er mikil viðurkenning fyrir okkur að vera stofnaðili að SecurEL og staðfestir að lausn Snerpa Power á erindi inn á alþjóðlega markaði. Innan SecurEL munum við taka þátt í því að gera norska orkuiðnaðinn sjálfbærari og betur í stakk búin til að takast á við áskoranir framtíðarinnar,“ er haft eftir Írisi Baldursdóttur, framkvæmdarstjóra Snerpu Power í tilkynningunni.  

Kolefnishlutlaus Noregur 2050

SecurEL mun vinna að betrumbæta raforkukerfið til að styðja við kolefnisleysi, en SecurEL var afhent styrk frá norksa rannsóknarráðinu (Norges Forskiningsråd) styrk til sjö ára. 

Noregur hefur sett sér það markmið að verða kolefnishlutlaust samfélag árið 2050 og mun hugbúnaðarlausn Snerpa Power stuðla að sjálfbærara raforkukerfi í landinu, segir enn fremur. 

Dýrmætt tækifæri

„Þátttaka okkar í SecurEL kemur okkur í bein samskipti við fyrirtæki innan raforkugeirans í Noregi sem er afar dýrmætt. Þetta gefur okkur sannarlega byr undir báða vængi að halda áfram að sækja og stuðla einnig að bættri nýtni raforkukerfisins og gera grænan iðnað samkeppnishæfan og hluta af lausninni í átt að orkuskiptum.“ bætir Íris við að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert