Bilaður skynjari og íbúarnir erlendis

Slökkviliðið slökkti eldinn í Kópavogi.
Slökkviliðið slökkti eldinn í Kópavogi. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í útkall í fjölbýlishús í Laugarneshverfi um klukkan 3.45 í nótt.

Nágrannar tilkynntu að brunakerfið væri í gangi og þegar slökkviliðið kom á vettvang kom í ljós að skynjari var bilaður, að sögn varðstjóra. 

Enginn var í íbúðinni þar sem íbúarnir voru staddir erlendis.

Slökkviliðsmyndir - slökkvilið.
Slökkviliðsmyndir - slökkvilið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nágrannar komust inn í íbúðina

Eins og greint var frá í gærkvöldi kviknaði eldur í þurrkara í Smárahverfinu í Kópavogi. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu kviknaði eldurinn í fjölbýlishúsi í Arnarsmára um sjöleytið. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu slökkti eldinn og reykræsti en baðherbergið var mikið skemmt vegna brunans.

Að sögn varðstjórans fundu nágrannarnir reykjarlykt, komust síðan inn í íbúðina, þar sem enginn var heima, og sáu að reykur var í íbúðinni.

Varðstjórinn segir að mikill reykur hafi verið inni í íbúðinni og að nokkurn tíma hafi tekið að reykræsta.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert