Sóttu sjómann sem slasaðist á hendi

Þyrla Landhelgisgæslunnar á flugi.
Þyrla Landhelgisgæslunnar á flugi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í morgun sjómann sem hafði slasast á hendi á fiskiskipi norðnorðaustur af Súgandafirði.

Útkallið barst um hálfníuleytið og var þyrlan komin á staðinn um klukkutíma síðar.

Maðurinn var hífður um borð í þyrluna við góðar aðstæður og var ölduhæðin lág.

Aðeins tók um átta mínútur frá því þyrlan kom á staðinn þangað til maðurinn var kominn um borð í hana, að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar.

Sjómaðurinn var síðan fluttur á Landspítalann.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert