Viðskiptavinum TR hefur fjölgað um 23% á tíu árum

mbl.is/ÞÖK

Viðskiptavinum Tryggingastofnunar (TR) hefur fjölgað um 23% á síðustu 10 árum.

Þetta kemur fram í tilkynningu TR þar sem fjallað er um ársfund stofnunarinnar sem haldinn var í gær.

Á fundinum kom fram að fjölgun hefði verið í öllum lífeyrisflokkum. Heildargreiðslur TR voru 204 milljarðar árið 2023 samanborið við 186 milljarða árið 2022.

Þá eru flestir einstaklingar sem fá greiðslu frá Tryggingastofnun búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Konur eru í meirihluta í öllum greiðsluflokkum TR og eru þær 60% af þeim sem fá ellilífeyri, örorku- og endurhæfingarlífeyri.

Í tilkynningu frá TR segir að þegar aldurshópurinn 55-66 ára sé skoðaður komi fram að hlutfall kvenna með örorku fari hækkandi með hækkandi aldri. Tryggingastofnum hefur falið Félagsvísindastofnun að rannsaka stöðu kvenna á aldrinum 50-66 ára með örorkulífeyri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert