Kviknaði í rúmfötum

Það var nóg að gera hjá lögreglunni í gærkvöldi og …
Það var nóg að gera hjá lögreglunni í gærkvöldi og í nótt. mbl.is/Eggert

Lögreglustöð 1, sem sinnir útköllum í stórum hluta borgarinnar og á Seltjarnarnesi, barst tilkynning um eld í heimahúsi. Þar hafði kviknað í rúmfötum. Slökkvilið sá um að slökkva og reykræsta húsnæðið.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Sama lögreglustöð sinnti einnig útköllum vegna tveggja umferðaróhappa. Eitthvað tjón varð á bifreiðum í báðum óhöppum en ökumenn eru óslasaðir.

Þá var tilkynnt um innbrot í heimahús og í geymslu í fjölbýlishúsi. Einnig barst tilkynning um þjófnað úr verslun.

Tilkynnt um líkamsárás

Lögreglustöð 3, sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti, sinnti einu umferðaróhappi. Eitthvað tjón varð á bifreiðum en ökumenn eru óslasaðir.

Sama lögreglustöð sinnti einnig útkalli vegna líkamsárásar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert