Róleg nótt á Reykjanesskaga

Vinna við varnargarða nálægt Svartsengi og Bláa lóninu í síðustu …
Vinna við varnargarða nálægt Svartsengi og Bláa lóninu í síðustu viku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nóttin var róleg á Reykjanesskaga, sem er ólíkt nóttinni þar á undan, en þá mældist nokkur skjálfta­virkni á svæðinu.

„Það var að mestu rólegt í nótt á Reykjanesinu,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Einar segir að Veðurstofan muni vakta svæðið mjög vel í dag. Þá hafi vísindamenn fundað í gær, þar hafi komið fram að auknar líkur væru á kvikuhlaupi og öðru eldgosi.

„Við þurfum að vera mjög vakandi yfir mælitækjum okkar núna á svæðinu. Það getur verið mjög stuttur fyrirvari brjótist annað eldgos út,“ segir Einar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert