Íslendingur var um borð í farþegaþotunni

Frá flugvellinum í Bangkok í dag.
Frá flugvellinum í Bangkok í dag. AFP

Íslendingur var um borð í farþegaþotu Singapore Airlines þar sem einn lét lífið sökum ókyrrðar í dag. 53 farþegar eru slasaðir eftir atvikið og sjö eru taldir í lífshættu.

BBC greinir frá þessu og hefur eftir yfirlýsingu flugfélagsins, þar sem upplýst er um þjóðerni allra farþega.

Á leið frá Lundúnum til Singapúr

Um borð voru 211 farþegar. Þar af voru 56 farþegar frá Ástralíu, 47 farþegar frá Bretlandi og 41 frá Singapúr.

Flugvélin var á leið frá Lundúnum til Singapúr. Einn Breti á áttræðisaldri lést, líklega af völdum hjartaáfalls.

Uppfært klukkan 16.58: Málið er komið á borð borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Það staðfestir Ægir Þór Eysteinsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í samtali við mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert