Brotist inn í Bókasafn Hafnarfjarðar

Brotist var inn í Bókasafn Hafnarfjarðar í nótt. Þjófarnir fóru inn um bakdyr safnsins og náðu að stela smápeningum sem höfðu verið notaðir til að greiða fyrir ljósritunarþjónustu í safninu. Öryggiskerfi safnsins fór í gang þannig að þjófunum gafst ekki ráðrúm til að athafna sig neitt frekar.

Anna Sigríður Einarsdóttir, forstöðumaður bókasafnsins, sagði í samtali við Víkurfréttir að lítið af peningum sé geymt í safninu og því ekki eftir miklu slíku að slægjast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert