Lögreglan fylgist með ferðum mótmælenda

Lögreglumenn á byggingasvæði Alcoa þar sem þeir þurftu að hafa …
Lögreglumenn á byggingasvæði Alcoa þar sem þeir þurftu að hafa afskipti af mótmælendum. mbl.is

Hópur fólks sem mótmælti byggingu Kárahnjúkavirkjunar á Fljótsdal og byggingu álvers í Reyðarfirði er nú á leið til höfuðborgarinnar. Hópurinn hefur skipt sér í tvær fylkingar. Fer annar hópurinn suðurleiðina en hinn norðurleiðina og virðist sem þeir stefni til höfuðborgarinnar. Þórir Oddsson, vararíkislögreglustjóri, segir lögreglu hafa fylgt hópnum að Höfn í Hornafirði en hætt eftir það. Hafi lögreglan ákveðið að fylgjast með ferðum 10 manna hóps sem fór norðurleiðina.

Þórir sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins, að í hópnum, sem hafi farið norðurleiðina, og sé nú á þjóðvegi 1 við Jökuldal, séu einstaklingar sem hafi haft sig í frammi við mótmælaaðgerðir fyrir austan.

„Þeir hafa lýst því yfir að þeir ætli að halda áfram mótmælaaðgerðum og gefur það tilefni til að fylgst sé með ferðum þeirra enda vitum við ekki hvar þá ber niður næst,“ sagði Þórir.

Einn mótmælendanna fór upp í byggingarkrana Alcoa á Reyðarfirði.
Einn mótmælendanna fór upp í byggingarkrana Alcoa á Reyðarfirði. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert