Mikill sinueldur á Kjalarnesi; Vesturlandsvegur lokaður

Mikinn reyk leggur frá sinubrunanum á Kjalarnesi.
Mikinn reyk leggur frá sinubrunanum á Kjalarnesi. mbl.is/Brynjar Gauti

Mikill sinueldur geisar nú á Kjalarnesi, n.t.t. skammt frá Móum og Hvammi. Mikinn reykjarmökk leggur yfir svæðið og nær hann alla leið til Laugarnes. Búið er að loka Vesturlandsvegi í báðar áttir, enda óökufært sökum reyks. Þrír dælubílar frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS) eru mættir á staðinn og ekki liggur fyrir að svo stöddu hversu lengi vegurinn muni verða lokaður. Að sögn SHS er unnið að því að verja nærstödd hús en þau eru ekki talin vera í bráðri hættu.

Talsvert rok er á svæðinu og eldur er sömuleiðis töluverður að sögn SHS. Unnið er að því að hefta útbreiðslu eldsins og verja hús. Þá hefur Björgunarsveitin Kjölur verið kölluð út til aðstoðar.

Vegagerðin vill beina þeim tilmælum til ökumanna sem eru á leið um svæðið að aka um Kjósarskarð, þ.e. veg númer 48

Lögregla er mætt á staðinn og hún hefur lokað Vesturlandsvegi …
Lögregla er mætt á staðinn og hún hefur lokað Vesturlandsvegi í báðar áttir. mbl.is/Brynjar Gauti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert