Elsti og yngsti fulltrúinn á flokksþingi Framsóknarflokksins

Vilhjálmur Hjálmarsson og Guðrún Sif Gísladóttir
Vilhjálmur Hjálmarsson og Guðrún Sif Gísladóttir Sverrir Vilhelmsson

Guðrún Sif Gísladóttir frá Sauðárkróki er yngsti fulltrúinn á flokksþingi Framsóknarflokksins en hún sextán ára. Vilhjálmur Hjálmarsson er hins vegar sá elsti en Vilhjálmur verður 92 ára þann 20. september næstkomandi. Að sögn Vilhjálms mætti hann í fyrsta skipti á flokksþing hjá Framsóknarflokknum árið 1944 og segist ekki hafa tölu á hve mörg flokksþing hann hefur mætt á í gegnum tíðina. Það hafi hins vegar alltaf verið gaman nema þegar Jónas á Hriflu var felldur í formannskjöri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert