Flúði fangelsi á skútu

Erlendur sakborningur í fíkniefnamáli, sem hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Hæstarétti í maí sl., er flúinn úr landi eftir að hann fékk far með franskri skútu frá Reykjavíkurhöfn. Hefur alþjóðadeild ríkislögreglustjóra lýst eftir manninum.

Þegar dómur var fallinn yfir manninum í maí bað hann um frest til afplánunar. Á meðan sætti hann farbanni samkvæmt úrskurði héraðsdóms, en hann braut gegn þeim úrskurði og útvegaði sér far úr landi. Í september fór hann síðan niður að Reykjavíkurhöfn og fór um borð í skútuna og flúði land.

Að sögn Smára Sigurðssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá alþjóðadeild rls., er farbann orðið úrelt fyrirbæri enda stöðvi það ekki þá sem ætla sér að flýja land. Við nútímaaðstæður, þar sem ekki þurfi lengur vegabréf innan Schengen-svæðisins, geti menn flúið, þótt þeir séu úrskurðaðir í farbann.

"Við höldum að farbann dugi, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem menn í farbanni hafa látið sig hverfa," segir hann. "Eins og allir vita þarf ekki lengur að sýna vegabréf til að komast í burtu, að ekki sé talað um þegar menn fara niður að höfn til að ná sér í næstu skútu."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert