Kom slasaður á Essóstöð

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið til rannsóknar grun um líkamsárás í kjölfar þess að erlendur karlmaður kom slasaður inn á bensínstöð Essó á Ártúnshöfða í gær. Starfsmaður sem var á vakt á bensínstöðinni tók á móti hinum slasaða og tilkynnti lögreglunni málið og bað um aðstoð handa manninum.

Brugðist var við og var maðurinn fluttur undir læknishendur á slysadeild Landspítalans. Rannsóknarlögreglumenn voru sendir á staðinn og eru vísbendingar um að meint árás sé alvarlegs eðlis.

Ekki lá fyrir í gær hvort einhver eða einhverjir hefðu verið handteknir vegna aðildar að málinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert