Útstrikanir í NV-kjördæmi breyta engu

mbl.is/Ómar

Rúmlega 400 kjósendur í Norðvesturkjördæmi strikuðu yfir nöfn þriggja frambjóðenda.

Flestir strikuðu yfir nafn Ólínu Þorvarðardóttur, sem skipaði annað sætið á lista Samfylkingarinnar. Þá voru á annað hundrað útstrikanir yfir Jóns Bjarnasonar, oddvita á lista VG og tæplega 100 strikuðu yfir nafn Ásbjörns Óttarssonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins.

Útstrikanirnar breyta engu um röð þingmanna. Ekki er gert ráð fyrir að búið verð að telja útstrikanir í öðrum kjördæmum fyrr en á morgun eða þriðjudag.

mbl.is