Stríði mótmælt með nekt

Áströlsku konurnar 750.
Áströlsku konurnar 750. AP

Það verður stöðugt algengara að fólk beiti nekt í mótmælaskyni. Í gærkvöldi köstuðu um 30 konur klæðum í Central Park í New York í Bandaríkjunum til að mótmæla hugsanlegum hernaðaraðgerðum gegn Írökum og 750 ástralskar konur gerðu slíkt hið sama í dag. Þær lögðust á grösugan hól á strönd við Byronflóa og mynduðu hjarta utan um orðin No War (ekki stríð) svo hægt væri að taka af þeim myndir úr lofti. Vildu þær með þessu hvetja John Howard forsætisráðherra til að kalla heim hersveitir sem sendar hafa verið til Persaflóa til stuðnings hugsanlegum árásum Bandaríkjamanna og Breta.

Konurnar eru á aldrinum 20 til 60 ára. „Ég geri mér loks grein fyrir því, þegar ég sé allar þessar konur, að þær vilja láta forsætisráðherrann okkar vita af reiði sinni og hve þær eru óssammála því sem er að gerast," sagði Grace Knight, sem skipulagði mótmælin, við ástralska ríkisútvarpið.

Lögreglan sagði að mótmælin hefðu verið á landsvæði í einkaeign og því ekki á almannafæri.

Knight sagði að myndum af konunum yrði dreift til að vekja athygli á þeirri kröfu kvennanna að ástralskar hersveitir yrðu kallaðar heim frá Miðausturlöndum.

Vera hersveitanna þar er mikið pólitískt deilumál í Ástralíu. Í gær samþykkti öldungadeild þingsins vantrauststillögu á Howard en stjórnarandstaðan er með meirihluta í deildinni.

Naktar konur lögðust í gærkvöldi í snjóinn í Central Park í New York og mynduðu orðin No Bush til að mótmæla afstöðu bandarískra stjórnvalda. Í morgun voru víðar mótmælaaðgerðir í Ástralíu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg