Meintur skartgripaþjófur hefur búið á vegum Rauða krossins

25 ára rúmenskur maður, sem er grunaður um að hafa rænt miklum verðmætum í sex innbrotum á undanförnum vikum, hefur búið á vegum Rauða krossins. Hann sótti um hæli hér á landi sem pólitískur flóttamaður skömmu eftir að hann kom til landsins í júlí. Hann var vegabréfslaus og veitti Rauði krossinn honum skjól á meðan umsókn hans væri metin. Þetta kom fram í fréttum RÚV klukkan 18.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert